Skip to main content

Þann 20. mars árið 2019 opnuðum við glæsilegt heimili Seltjörn á Seltjarnarnesi, það var því ákveðið að halda veglega veislu í tilefni af 5 ára afmæli heimilisins. Fengum til okkar hann Jón Sigurðsson til að syngja skemmtileg lög og var virkilega vel tekið undir í söng og hlegið mikið. Tertur voru ekki af verri endanum og nýbakað kleinur runnu ofan í mannskapinn. Allir kátir og glaðir og nokkrir tóku dansporin í takt við ljúfa tóna.

Í tilefni af afmælinu var ákveðið að hefja söfnun fyrir kaupum á sérbúnu hjóli svo hægt sé að hjóla með íbúa Seltjarnar, láta vindinn aðeins leika um kinn okkar íbúa og einnig gesti dagþjálfunarinnar Sæbóls.

Stofnaður hefur verið reikningur sem við værum þakklát fyrir ef fólk hefur hvötina að leggja þessu málefni okkar lið við. Áætlaður kostnaður fyrir kaupum á slíku hjóli er um tvær milljónir. Til að styrkja málefnið má leggja inn á:

Reikn.0322-26-005071
kt. 580214-1180