Skip to main content

Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfun og félagsstarf á Seltjörn hefur það að markmiði að gefa heimilisfólkinu tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem það  hefur áhuga á og veitir þeim lífsfyllingu og ánægju.

Á vegum iðjuþjálfunar er boðið upp á bæði einstaklings- og hópastarf.

Hópar sem starfa núna eru m.a. handafimi, spurt og spjallað, minningarhópar, Sólskinsklúbbur, upplestur, söngstundir ofl.  Haldið er bingó einu sinni í mánuði gjarnan með dagdvölinni, ýmsir tónlistarviðburðir eru haldnir og fáum við heimsóknir frá skólum bæjarins og fleiri aðilum. Messa hefur verið 1s í mánuði í haust á sunnudögum.

Iðjuþjálfun vinnur einnig með Namaste Care vellíðunarmeðferð inni á heimilunum.

Iðju- og sjúkraþjálfari sjá um að útvega heimilisfólkinu hjálpartæki svo sem hjólastóla og fylgihluti og ýmis smærri tæki.

Stundatafla hangir á töflum heimilanna.

Yfiriðjuþjálfi: Katla Kristvinsdóttir

Sími 852 1159

Netfang: katla@sunnuhlid.is