Almennt um heimilin

Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, er fyrsta byggingin á Íslandi sem er sérhönnuð sem hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Heimili Sunnuhlíðar eru Álfhóll og Lundur og saman rúma þau 54 hjúkrunarrými og 4 endurhæfingarrými. Þar að auki búa ýmis dýr á heimilunum svo sem kettir og fiskar. Starfsmenn koma líka með dýrin sín með sér í vinnuna.

Herbergin eru búin sjúkrarúmum, náttborðum, fataskápum og ljósum. Einnig leggur heimilið til sængur og kodda, rúmfatnað og handklæði en að sjálfsögðu er leyfilegt að koma með sitt eigið ef vilji er til þess. Hjúkrunarkallkefi er til staðar við hvert rúm. Íbúar geta haft hjá sér síma, sjónvarp og tölvu og greiða þá sjálfir fyrir tengingar og afnotagjöld. Flestir íbúar flytja með sér nokkra persónulega muni að heiman, en mikilvægt er að hafa samráð við starfsmenn því taka þarf tillit til stærðar herbergis. Nánari upplýsingar má finna í handbók Sunnuhlíðar.

Læknisþjónustu Sunnuhlíðar er sinnt af læknum Heilsuverndar. Þeir eru með fasta viðveru 3 daga í viku. Þjónusta annarra sérfræðilækna er veitt samkvæmt ákvörðun lækna heimilisins.

Boðið er upp á iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun inn á öllum heimilunum. Alla virka morgna koma iðjuþjálfi og aðstoðarmenn inn á heimilin. Unnið er með einstaklingsmiðaða nálgun í iðjuþjálfun og félagsstarfi og eru margskonar valmöguleikar í boði eins og handavinna, upplestur og bingó. Einnig er boðið upp á Namaste Care eða vellíðunarmeðferð sem felur í sér að bæta líðan íbúanna og auka tengslamyndun. Það er gert með róandi slökunartónlist, snertingu eða handanuddi. Notaðar eru ilmkjarnaolíur sem gefa góða lykt og skapa notalegt andrúmsloft.

Í hverri viku eru haldnar söngstundir og messa. Reglulega eru haldin böll, heimsóknir frá skólum og boðið upp á ýmsa tónlistarviðburði.

Álfhóll

Álfhóll er í austurálmu Sunnuhlíðar en hún var byggð við eldri hluta byggingarinnar árið 2005.

Á Álfhóli eru 23 hjúkrunarrými í einbýlum með baði. Deildin er á tveimur hæðum, á efri hæðinni eru 20 einbýli og og 3 á neðri. Á neðri hæðinni eru einnig 4 endurhæfingarrými sem hægt er að sækja um í gegnum Færni- og heilsumatsnefnd höfuðborgasvæðisins. Sjá nánar Endurhæfingarrými Sunnuhlíðar

 

Aðstoðardeildarstjóri er Jóhanna Michelle Bongcaras, s. 560 4183 – johannamichelle@sunnuhlid.is

Símanúmer deildarinnar: efri hæð s. 560 4181 / neðri hæð: 560 4182

Vaktstjóri: 894 4123

Lundur

Frá haustmánuðum 2022 höfum við stefnt að því að fækka hjá okkur einbýlum og er svo komið að það eru 3 tvíbýli eftir.  Við höfum nýtt þau fyrir hjón og mikil ánægja verið með það.  Deildin var sameinuð og heitir í dag Lundur.

Á Lundi í dag eru  31 íbúi og þar af búa 8 manns inn á einingu sem við höfum kallað Þinghól  s. 560 4180.

Deildarstjórinn er Bjarnheiður M. Ingimundardóttir hjúkrunarfræðingur – s. 694 8232, bjarnheidur@sunnuhlid.is

Símanúmer deildarinnar: 560 4161

Vakstjóri: 894 4124