Skip to main content

Um íbúðir Sunnuhlíðarsamtakanna

Íbúðir fyrir 60 ára og eldri á vegum Sunnuhlíðarsamtakanna

Sunnuhlíðarsamtökin hafa allt frá árinu 1987 byggt og rekið íbúðir fyrir aldraða. Íbúðir á vegum samtakanna eru við Kópavogsbraut 1A, Kópavogsbraut1B og Fannborg 8, samtals 109 íbúðir. Kópavogsbraut 1A og 1B eru byggð eftir samskonar teikningum.

Nánari upplýsingar um íbúðarétt eru veittar í síma 560-4202 eða í netfangi ibudir@sunnuhlid.is. Skrifstofa Sunnuhlíðasamtakana er opin frá kl. 9:00 til 12:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Umsjónarmaður húseigna er við alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00 í síma 560-4201. Skrifstofur samtakanna eru á annarri hæð við Kópavogsbraut 1C (fyrir ofan matsalinn).

Hægt er að senda inn umsókn um kaup á íbúðarrétti með því að smella aftur flipan íbúðir, þar kemur fram flipi með umsóknareyðublaði eða senda tölvupóst á ibudir@sunnuhlid.is

Sunnuhlíðarsamtökin voru stofnuð 17. mars 1979 af 9 klúbbum og félögum í Kópavogi. Samtökin voru stofnuð til að standa að byggingu og rekstri hjúkrunarheimilis í Kópavogi. Árið 1982 hófu samtökin rekstur Sunnuhlíðar hjúkrunarheimils og stóðu að rekstrinum til ársins 2014 þegar Vigdísarholt ohf. tók við rekstrinum. Síðan þá hafa Sunnuhlíðarsamtökin ekki komið að rekstri hjúkrunarheimilisins. Árið 1987 hófu Sunnuhlíðasamtökin að reisa hús ætlað eldri borgurum að Kópavogsbraut 1a með 40 íbúðum. Árið 1990 var ákveðið að kaupa 29 íbúðir að Fannborg 8 og reisa 40 nýjar íbúðir að Kópavogsbraut 1b. Í dag reka samtökin 109 íbúðir. Sunnuhlíðarsamtökin vilja eftir fremsta megni veita íbúum sem besta þjónustu.

Þau aðildarfélög sem standa að samtökunum eru:

Félag eldri borgara í Kópavogi
Kirkjufélag Digranesprestakalls
Kiwanisklúbburinn Eldey
Lionsklúbbur Kópavogs
Lionsklúbburinn Muninn
Lionsklúbburinn Ýr
Rauðakrossdeild Kópavogs
Rótarýklúbbur Kópavogs
Rótarýklúbburinn Borgir
Soroptimistaklúbbur Kópavogs