Skip to main content

Seltjarnarnesbær fagnar nú 50 ára afmæli og í tilefni þess var umfangsmikil dagskrá í bænum. Hluti af dagskránni var heimsókn forsetahjóna, Guðna Th. Jóhannessonar og Eliza Reid,  og bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, Þórs Sigurgeirssonar, á hjúkrunarheimilið Seltjörn. Þau skelltu sér í leikfimi hjá Birni og heimsóttu svo heimilismenn inn á heimilunum. Forsetinn hafði orð á því að honum þætti vel tekið á móti þeim og hefðu þau eflaust viljað stoppa lengur. Í fylgd með forsetahjónunum voru ljósmyndarar sem tóku helling af myndum sem við fáum eflaust að sjá von bráðar á síðum forsetans. Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar á Seltjörn.