Skip to main content

Félagsstarf

Á Skjólgarði starfa félagsliðar sem stýra félagsstarfinu og viðburðum.

Hlutverk slíkrar þjónustu er að örva félagslegt samneyti, virkni og gera lífið innihaldsríkara hjá heimilisfólki. Tómstundaiðja og samvera er mikilvægur þáttur fyrir heimilisfólk og mikil örvun felst í umhverfisbreytingu. Heimilisfólk á þess einnig kost að sækja virknistarf út af heimiliseiningunni í dagvist í Ekru.

Fastir liðir á deildinni eru t.d. upplestur og söngur, dagsferðir, haldið er þorrablót, jólasamvera, prjónakaffi, samvera með leikskólabörnum og ýmsar aðrar skemmtanir.

Góðir gestir sækja deildina heim í viku hverri. Prestar sóknarinnar koma reglulega til að sinna sálgæslu og trúarlegu starfi ásamt því að lesa bókmenntir fyrir heimilisfólk. Nemendur úr Tónskóla Hornafjarðar og leikskólanum Sjónarhóli koma stundum í heimsókn og ýmist skemmta íbúum eða taka þátt í félagsstarfinu sem er í gangi þá stundina. Auk þess höfum við notið heimsókna hinna ýmsu lista- og tónlistarmanna sem heimsækja okkur þegar þeir eru með viðburði í sveitarfélaginu. Má þar á meðal nefna Ekru bandið sem kemur stundu og leikur fyrir dansi.

Markmið félagsstarfs er að:

  • Auka virkni heimilismanna og koma í veg fyrir einangrun.
  • Örva félagslegt samneyti og létta lund.

Á Skjólgarði er stórt og gott bókasafn sem nýtist heimilisfólki og starfsfólki.

Haldið er úti fésbókarsíðu þar sem aðstandendur og aðrir geta fylgst með því félagsstarfi sem hér fer fram.