Skip to main content

Starfsmenn Vigdísarholts tóku að sjálfsögðu þátt í Lífshlaupinu í ár. Mikið er lagt upp úr heilsueflingu á vinnustaðnum og fær starfsfólk meðal annars heilsuræktarstyrk á hverju ári. Svona keppnir eru því hvetjandi fyrir vinnustaðinn og hjálpa til við að búa til stemmningu fyrir hreyfingu.

Að þessu sinni kepptu vinnustöðvar hver við aðra og er skemmst frá því að segja að landsbyggðin bar sigur úr býtum en það voru starfsmenn Skjólgarðs á Hornafirði sem voru duglegastir að hreyfa sig. Sigurliðið fékk farandbikar að gjöf sem mun prýða heimilið að minnsta kosti til næsta árs. Einnig var efnt til einstaklingskeppni og sá starfsmaður sem var duglegastur að hreyfa sig var Sandra Sigmundsdóttir, kírópraktor og aðstoðamaður sjúkraþjálfara á Skjólgarði. Hún hlaut að launum 10.000 kr. heilsuræktarstyrk frá Vigdísarholti. Úrslitin voru eftirfarandi:

Skjólgarður var með 14 keppendur, hreyfðu sig samtals 177 daga, samtals 12.801 mínútur.
Sunnuhlíð var með 12 keppendur, hreyfðu sig samtals 129 daga, samtals 7.750 mínútur.
Seltjörn var með 7 keppendur, hreyfðu sig samtals 46 daga, samtals 3.176 mínútur.

Við óskum starfsmönnum Skjólgarðs til hamingju með sigurinn og Söndru með einstaklingsverðlaunin.