Skip to main content

Dagdvöl Seltjarnar

Dagdvöl Seltjarnar hefur heimild fyrir 24 dagdvalarrými og er rekið á daggjöldum samkvæmt samningi Vigdísarholts ehf. við Sjúkratryggingar Íslands.

Markmið deildarinnar er að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að sjálfstæði einstaklingsins og viðhalda almennri færni. Mælst er til þess að gestir dagdvalarinnar séu minnst tvisvar í viku og gjarnan alla daga vikunnar. Greiðsluþátttaka þjónustuþega er kr. 1.434 á dag. Á Seltjörn er hægt að fá bæði fót- og hársnyrtingu gegn sérstakri greiðslu. Meðal þess sem er boðið er upp á er:

  • Morgunmatur, hádegismatur og síðdegiskaffi
  • Tómstundaiðja og félagsstarf
  • Jóga
  • Aðgangur að tækjasal
  • Útivera
  • Akstur til og frá heimili fólks

Deildarstjóri dagdvalar Seltjarnar veitir frekari upplýsingar og sér um móttöku umsókna og úrvinnslu þeirra. Umsókninni skal fylgja lækna- og eða hjúkrunarbréf. Smelltu hér til að nálgast umsóknareyðublað dagdvalarinnar. Útfyllt eyðublað er hægt að senda á netfang dagdvalarinnar, í bréfpósti eða afhenda á staðnum.

Deildarstjóri dagdvalar er Berglind Anna Aradóttir

Símanúmer deildarinnar er: 852-1180

Netfang: dagdeildseltjorn@sunnuhlid.is

Heimilisfang: Dagdvöl Seltjarnar, Safnatröð 1, 170 Seltjarnarnesi