Skip to main content

Skjólgarðs

Nýtt hjúkrunarheimili er nú í byggingu við Skjólgarð á Hornafirði.

Efnt var til hugmyndasamkeppni árið 2019 um byggingu hjúkrunarheimilisins. Í júní sama ár var verðlaunahugmyndin kynnt. Hér má sjá umfjöllun um samkeppnina. Um er að ræða viðbyggingu ásamt breytingu á núverandi húsnæði. Mun byggingin rúma 30 hjúkrunarrými ásamt aðstöðu fyrir líkhús og kapellu en slíkt er ekki til staðar í sveitarfélaginu. Fyrsta skóflustungan var tekin í september 2022.

Tillagan er byggð á Eden hugmyndafræðinni, þar sem áhersla er lögð á lífsgæði og vellíðan íbúa hjúkrunarheimila. Í umhverfissálarfræði er staðfest að náttúran vegur þyngst í andlegri endurheimt mannsins. Skjólgarður er staðsettur á undurfögrum stað; í nálægð við hafið með fjölbreytilegt, fagurt útsýni og sterk tengsl við náttúruna. Einnar hæðar bygging styrkir þá nálægð, þar sem sérhver heimilismaður er með bein tengls við jörð um eigin verönd og möguleika á að halda heimilisdýr til samræmis við Eden hugmyndafræði.

Það eru Basalt arkitektar og Efla verkfræðistofa sem hönnuðu bygginguna.