Skip to main content

Að flytja inn á hjúkrunarheimili

Gott er að undirbúa vel flutning á hjúkrunarheimili því það eru mikil viðbrigði fyrir íbúann. Við það breytist ýmislegt bæði hvað varðar almennt heimilishald og einnig fjármál einstaklinga. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa unnið handbók sem var unnin innan Fagráðs hjúkrunarstjórnenda SFV og er hugsuð til að auðvelda nýjum íbúum og ættingjum þeirra að átta sig á hvað sé innifalið í dvalargjaldi sem greitt er fyrir dvölina frá Sjúkratryggingum Íslands og með lögbundinni greiðsluþátttöku íbúa. Hér er tengill á Handbók Sunnuhlíðar en ættingjar eru beðnir um að kynna sér efni hennar vel þegar íbúi flyst inn á Sunnuhlíð. Það getur einnig verið gott að renna yfir bæklingin Tæknileiðbeiningar fyrir Sunnuhlíð áður en flutt er inn.

Sameiginleg setustofa og borðstofa er nýtt sem aðstaða til þjálfunar, afþreyingar og samveru.  Einnig er salurinn nýttur fyrir helgihald, hópastarf tengdu félagsstarfi og uppákomur af ýmsu tagi, eins og dansleiki, tónlistarflutning og ýmiskonar fundahöld

Við innlögn á deild:

Er gott að hafa með sér slopp, inniskó, rakáhöld, tannbursta, tannkrem, greiðu og eða aðrar snyrtivörur sem eru nauðsynlegar. Einnig náttföt, nærföt og léttan klæðnað til að vera í á daginn sé viðkomandi ekki rúmfastur. Þegar íbúar flytja inn í hjúkrunarrými er nauðsynlegt að merkja fatnað, veita upplýsingar um hagi íbúa svo sem fjármál, fjölskyldumál og annað er þykir nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilið ber ekki ábyrgð á þvotti á viðkvæmum fatnað og eða teppum og eru því aðstandendur beðnir að huga að því fyrir íbúann.

Lyf

Lyf og lyfjakort skal afhenda hjúkrunarfræðingi sem færir það yfir í lyfjaskömmtun hjá heimilinu. Læknir heimilisins hefur yfir umsjá með lyfjameðferð.

Matartímar

  • Morgunmatur       frá kl. 8:30
  • Hádegismatur       kl. 12:00
  • Kaffi                        kl. 14:30
  • Kvöldmatur           kl. 18:00
  • Kvöldkaffi              eftir kl. 20:30
  • Reykingar

    Heimilisfólki er heimilt að reykja í bakgarði heimilisins. Samkvæmt lögum er gestum og starfsfólki með öllu óheimilt að reykja innandyra eða á lóð stofnunarinnar. 

    Verðmæti

    Deildin getur ekki ábyrgst fjármuni né verðmæti sem fólk kemur með. Viðkomandi eru hvattir til að koma sér upp peningaskáp inn á herberginu sínu eða fá aðstandendur til að geyma fyrir sig.

    Aðstaða utandyra.

    Góð aðstaða er til útiveru á Sunnuhlíð. Lokaður garður er við austari enda hússins, önnur útisvæði eru opin. Í garðinum eru bekkir og borð sem nýtt eru á góðviðrisdögum. Heimilisfólk getur farið þar um og notið gróðurs og fallegs útsýnis.