Skip to main content

JAFNVÆGI, LIÐLEIKI, STYRKUR OG VELLÍÐAN. Á ÞÍNUM HRAÐA Í ÖRUGGU UMHVERFI

Vertu velkomin í Smart líkamsrækt Sunnuhlíð

Sunnuhlíð býður 60 ára og eldri upp á frábæra aðstöðu til heilsueflingar í Smart líkamsrækt. Æfingasalurinn er búinn nýjum styrktarþjálfunartækjum sem eru þægileg í notkun og sérstaklega hönnuð með þennan aldurshóp í huga. Styrktarþjálfunartækin eru með mjúkri loftmótstöðu sem dregur úr álagi á liði og vöðva. Notendavænn tölvubúnaður er tengdur tækjunum sem gerir þjálfun í senn einfalda og markvissa.

Við erum á Kópavogsbraut 1c. Gengið er inn að sunnanverðu, ská á móti Kópavogsbraut 1b. Síminn hjá okkur er 854 8972.

Til að hefja heilsueflingu

Skref 1:   Þú skráir þig í frían kennslutíma með því að hringja í síma 854 8972 eða mæta á staðinn.

Skref  2:   Ef þér líst vel á, ákveður þú hvort þú viljir vera í 6 vikna hóptímum hjá þjálfara (hóptímum
fylgir 2ja mánaða kort í sal) eða vera eingöngu með kort í sal (innifelur afnot af tækjasal án þjálfara).

Skref 3:   Þú verslar þér kort í salinn, með eða án hóptíma (á staðnum, tekið er við greiðslukortum).

Opnunartímar

Mán, þri, fim:   9.00 – 12.00   /   12.45 – 18.00

Mið:   9.00 – 11.30   /   12.45 – 15.00

Fös:   9.00 – 12.00   /   12.45 – 15.00

Það er velkomið að koma hvenær sem er innan opnunartímans.
Milli kl. 9.00 og 15.00 á virkum dögum fer einnig fram starfsemi sjúkraþjálfunar í Smart líkamsrækt Sunnuhlíð. Álagið í salnum er því minna milli kl. 15.00 og 18.00 mán, þri og fim. Ef þess er óskað að koma fyrr að deginum getur starfsfólk gefið frekari upplýsinar um hugsanlega álagstíma.

Kort í sal – verðskrá og upplýsingar

Kort í sal veitir aðgang að tækjasal án þjálfara. Gert er ráð fyrir að fólk geti verið nokkuð sjálfbjarga í tækjasalnum. Ef erfiðlega gengur að læra á tækin er um að gera að skrá sig frekar í hóptíma eða íhuga að komast að hjá sjúkraþjálfurum á staðnum.

Stakur tími:                      1.000 kr.
10 skipta kort:                 3.000 kr.
Mánaðarkort:                  3.000 kr.
3ja mánaða kort:            7.500 kr.
Árskort:                            24.000 kr.

Hóptímar hjá þjálfara – verðskrá og upplýsingar

Það getur verið gott að skrá sig í hóptíma til að koma sér af stað.

6 vikna styrktar- og teygjunámskeið:  áhersla á styrk og liðleika.

  • Styrkur og teygjur, 2x í viku + 2ja mánaða kort í sal:  8.500 kr.
  • Styrkur og teygjur, 1x í viku + 2ja mánaða kort í sal: 7.500 kr.
    (mögulegir tímar: þri + fös kl. 10.00, mán + fim kl. 15.30, þri kl. 15.30)

6 vikna styrktar- og færninámskeið:  áhersla á styrk, snerpu, jafnvægi og æfingar sem miða að því að þjálfa eða viðhalda færninni að standa upp frá gólfi (unnið út frá færni hvers og eins).

  • Styrkur og færni, 2x í viku + 2 mánaða kort í sal:  8.500 kr.
  • Styrkur og færni, 1x í viku + 2 mánaða kort í sal:  7.500 kr.
    (mögulegir tímar: mán + mið kl. 14.15, mán + fim kl. 16.15, þri kl. 16.15)

Styrktaraðilar Smart líkamsræktar Sunnuhlíð

Oddfellow, Rbst. nr. 7, Þorgerður

Oddfellow, Rbst. nr. 17, Þorbjörg

Rótarýklúbburinn Borgir

Sunnuhlíðarsamtökin