Skip to main content

JAFNVÆGI, LIÐLEIKI, STYRKUR OG VELLÍÐAN. Á ÞÍNUM HRAÐA Í ÖRUGGU UMHVERFI

Vertu velkomin í Smart líkamsrækt Sunnuhlíð

Sunnuhlíð býður 60 ára og eldri upp á frábæra aðstöðu til heilsueflingar í Smart líkamsrækt. Æfingasalurinn er búinn nýjum styrktarþjálfunartækjum sem eru þægileg í notkun og sérstaklega hönnuð með þennan aldurshóp í huga. Styrktarþjálfunartækin eru með mjúkri loftmótstöðu sem dregur úr álagi á liði og vöðva. Notendavænn tölvubúnaður er tengdur tækjunum sem gerir þjálfun í senn einfalda og markvissa.

Við erum á Kópavogsbraut 1c. Gengið er inn að sunnanverðu, ská á móti Kópavogsbraut 1b. Síminn hjá okkur er 854 8972.

Til að hefja heilsueflingu

Skref 1:   Þú skráir þig í frían kennslutíma með því að hringja í síma 854 8972 eða mæta á staðinn.

Skref  2:   Ef þér líst vel á, ákveður þú hvort þú viljir vera í 6 vikna hóptímum hjá þjálfara (hóptímum
fylgir 2ja mánaða kort í sal) eða vera eingöngu með kort í sal (innifelur afnot af tækjasal án þjálfara).

Skref 3:   Þú verslar þér kort í salinn, með eða án hóptíma (á staðnum, tekið er við greiðslukortum).

Opnunartímar

Mán, þri, fim:   9.00 – 12.00   /   12.45 – 18.00

Mið:   9.00 – 11.30   /   12.45 – 15.00

Fös:   9.00 – 12.00   /   12.45 – 15.00

Lau:  9.00 – 12.00

Gestum Smart líkamsræktarinnar er velkomið að nýta aðstöðuna hvenær sem er innan opnunartímans, en þó með þeim fyrirvara að tekið sé tillit til starfsemi sjúkraþjálfunar Sunnuhlíðar sem hefur aðstöðu í líkamsræktinni. Starfsemi sjúkraþjálfunar fer fram milli kl. 9.00 – 15.00 á virkum dögum og Smart gestir eru beðnir að aðlaga sig álagi og aðstæðum í tækjasalnum hverju sinni.

Álagið í salnum er minna milli 15.00 og 18.00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, þegar sjúkraþjálfunin hefur lokið sinni starfsemi og á laugardögum 9.00 – 12.00. Ef gestir Smart líkamsræktar kjósa að koma fyrr að deginum þegar sjúkraþjálfunin er opin getur starfsfólk gefið frekari upplýsingar um hugsanlega álagstíma.

Kort í sal – verðskrá og upplýsingar

Kort í sal veitir aðgang að tækjasal án þjálfara. Gert er ráð fyrir að fólk geti verið nokkuð sjálfbjarga í tækjasalnum. Ef erfiðlega gengur að læra á tækin er um að gera að skrá sig frekar í hóptíma eða íhuga að komast að hjá sjúkraþjálfurum á staðnum.

Stakur tími:                      1.000 kr.
10 skipta kort:                 3.000 kr.
Mánaðarkort:                  3.000 kr.
3ja mánaða kort:            7.500 kr.
Árskort:                            24.000 kr.

Hóptímar hjá þjálfara – verðskrá og upplýsingar

Það getur verið gott að skrá sig í hóptíma til að koma sér af stað. Í hóptímunum er lögð áhersla á styrk, liðleika og æfingar sem miða að því að þjálfa jafnvægi og viðhalda færninni að standa upp frá gólfi. Hóparnir eru smáir, þrír í hverjum hópi og unnið er út frá færni hvers og eins.

Hóptímar – Styrkur, teygjur og færni: 2 x í viku í 6 vikur + 2ja mánaða kort í sal:

  • Verð: 8500 kr.
  • Mögulegir æfingatímar:
    • Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 11:15
    • Mánudagar og miðvikudagar kl. 14:15
    • Mánudagar og fimmtudagar kl. 15:30
    • Mánudagar og fimmtudagar kl. 16:15

Styrktaraðilar Smart líkamsræktar Sunnuhlíð

Oddfellow, Rbst. nr. 7, Þorgerður

Oddfellow, Rbst. nr. 17, Þorbjörg

Rótarýklúbburinn Borgir

Sunnuhlíðarsamtökin