Skip to main content

Sjúkraþjálfun

Húsnæði sjúkraþjálfunar er staðsett í miðju heimilisins í björtu og aðlaðandi rými.  Deildin er ágætlega tækjum búin.

Markmið sjúkraþjálfunar er að:

  • Viðhalda og auka færni og lífsgæði íbúa með viðurkenndum aðferðum sjúkraþjálfunar
  • Gæta þess að hver íbúi hafi það hjálpartæki sem hentar
  • Endurhæfa eftir brot og önnur áföll

Þjálfunin fer bæði fram á deildunum sjálfum og í tækjasal. Reynt er að ná til sem flestra heimilismanna  með viðeigandi úrræðum og áhersla lögð á almenna hreyfingu. Hver deild hefur sinn afmarkaða tíma í sjúkraþjálfun og tekur þjálfunin  mið af færni hvers og eins.  Boðið upp á verkjameðferð, sogæðanudd og slökun sé þess þörf.

Sjúkra – og iðjuþjálfi annast alla umsýslu hjálpartækja, þ.e. útvegun, aðlögun, viðgerðir og skil. Sjúkraþjálfari skráir skv. reglum í sjúkraskrárkerfið Sögu og tekur þátt í framkvæmd RAI mats.

Gestir í dagdvöl hafa aðgang að tækjasal og njóta aðstoðar starfsmanns þaðan.

Sjúkraþjálfunin er opin alla virka daga frá kl. 08:00

Yfir sjúkraþjálfari:

Bryndís Fanný Guðmundsdóttir.

S. 844-6223

Netfang: bryndisg@sunnuhlid.is