Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun Sunnuhlíðar sinnir sjúkraþjálfun fyrir breiðan hóp aldraðra sem samanstendur af íbúum hjúkrunarheimilisins, dagdvalargestum, einstaklingum í endurhæfingarinnlögn ásamt öldruðum í nærumhverfi og víðar. Sunnuhlíð býður einnig einstaklingum, 60 ára og eldri, upp á afnot af tækjasal sjúkraþjálfunarinnar, þó með þeim fyrirvara að viðkomandi geti verið sjálfstæður í æfingum og að þörf geti verið á að aðlaga sig álagi í tækjasalnum hverju sinni. Aðstaða til styrktarþjálfunar er einstaklega góð því tekin hafa verið í notkun ný og fjölbreytt HUR styrktarþjálfunartæki með loftmótstöðu og SmartTouch tölvukerfi. Fyrir þá sem vilja nýta sér afnot af tækjasalnum er boðið er upp á frían kennslutíma á tækin hjá íþróttafræðingi. Bókun í kennslutíma fer fram í síma 560 4172 og í framhaldi er hægt að kaupa aðgang að tækjasalnum.

Sjúkraþjálfunin er staðsett á jarðhæð, í austurálmu heimilisins og er mönnuð þremur sjúkraþjálfurum, íþróttafræðingi og aðstoðarmanni sjúkraþjálfara. Þjálfun fer að mestu fram í sal sjúkraþjálfunar en einnig á deildum hjúkrunarheimilisins þegar þörf er á. Markmið okkar er að styðja aldraða til þess að stunda reglubundna hreyfingu, viðhalda, bæta eða draga úr skerðingu á hreyfifærni og stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan. Reglubundin hreyfing er vissulega þýðingarmikil, ekki síst fyrir aldraða, en félagslegi þáttur sjúkraþjálfunar okkar og afþreyingin sem í þjálfuninni felst eru ekki síður veigamiklir þættir þegar kemur að heilsu og vellíðan.

 

Opnunartími sjúkraþjálfunar:

Mánudaga til miðvikudaga og föstudaga:  9.00 – 12.00 og 12.45 – 15.00

Fimmtudaga:  9.00 – 11.30 og 12.45 – 15.00

Símanúmer sjúkraþjálfunar: 560 4172

Deildarstjóri sjúkraþjálfunar í Sunnuhlíð: Kristín Harðardóttir, netfang kristin@sunnuhlid.is