Skip to main content

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfari starfar á Skjólgarði þar sem hann sinnir bæði heimilisfólki og þeim sem leggjast inn í sjúkra- og hvíldarinnlögn.

Sjúkraþjálfunaraðstaða er vel tækjum búin en er staðsett í öðru húsnæði gegnt Skjólgarði. Sjúkraþjálfun fer því að mestu leyti fram á hjúkrunardeildinni bæði í formi einstaklings og hópþjálfun.

Markmið sjúkraþjálfunar er að:

  • Veita skjólstæðingum sjúkraþjálfunar viðeigandi þjálfun, fræðslu og ráðgjöf með því markmiði að auka og/eða viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri getu þeirra.
  • Að auka eða viðhalda færni og hreyfigetu íbúanna og auðvelda þeim að takast á við hið daglega líf á stofnuninni ásamt því að gera umönnun léttari.
  • Endurhæfa sjúklinga í sjúkra- og hvíldarrýmum með því markmiði að þeir geti útskrifast heim í sitt fyrra umhverfi.
  • Veita starfsmönnum fræðslu og ráðgjöf í vinnuvistfræði.

Yfirsjúkraþjálfari Skjólgarðs er Einar Smári Þorsteinsson.

Netfang: einarsmari@skjolgardur.is

Markmið sjúkraþjálfunar er að:

  • Veita skjólstæðingum sjúkraþjálfunar viðeigandi þjálfun, fræðslu og ráðgjöf með það að markmiði að auka og/eða viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri getu þeirra.
  • Að auka eða viðhalda færni og hreyfigetu skjólstæðinga okkar og auðvelda þeim að takast á við hið daglega líf á stofnuninni ásamt því að gera umönnun léttari.
  • Endurhæfa þá skjólstæðinga sem leggjast inn eftir aðgerðir og í hvíldarinnlagnir með því markmiði að þeir geti útskrifast heim í sitt fyrra umhverfi.
  • Veita starfsmönnum fræðslu og ráðgjöf í vinnuvistfræði.