Skip to main content

Sjúkrarými

Vigdísarholt ehf. og Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa gert með sér samstarfssamning um rekstur þriggja sjúkrarýma á hjúkrunardeild Skjólgarðs.

Sjúkrarými eru ætluð þeim sem þurfa á endurhæfingu að halda eftir slys eða hverskonar veikindi, að jafna sig eftir lyfjagjafir, brot, liðskiptaaðgerðir svo eitthvað sé nefnt.

Þessi 3 sjúkrarými eru í tvíbýlum með sér baðherbergi. Sjúkraþjálfari Skjólgarðs sinnir einnig þessum rýmum.

Innlögn í sjúkrarými er stýrt af lækni heilsugæslustöðvar Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn ásamt framkvæmdastjóra hjúkrunar á Skjólgarði.

Símanúmer deildar eru 855-2300.

Vaktastjóri er í síma 855-2301.

Netfang framkvæmdastjóra hjúkrunar – johanna@skjolgardur.is