Skip to main content

Almennt um heimilin

Hjúkrunarheimilið Seltjörn opnaði í mars 2019 og er staðsett á vestanverðu Seltjarnarnesi í grennd við náttúruperluna Gróttu.

Á Seltjörn eru fjögur tíu manna heimili sem skiptast í tvær einingar. Austur- og Norðurtún mynda aðra eininguna og Móakot og Nýibær hina. Hvert herbergi er einbýli með baði. Herbergin eru búin sjúkrarúmum, náttborðum, fataskápum og ljósum. Einnig leggur heimilið til sæng og kodda, sængurföt og handklæði en að sjálfsögðu er leyfilegt að koma með sitt eigið ef vilji er til þess. Hjúkrunarkallkerfi er til staðar við hvert rúm. Íbúar geta haft hjá sér síma, sjónvarp og tölvu og greiða þá sjálfir fyrir tengingar og afnotagjöld. Flestir íbúar flytja með sér nokkra persónulega muni að heiman, en mikilvægt er að hafa samráð við starfsmenn því taka þarf tillit til stærðar herbergis.

Læknisþjónustu Seltjarnar er sinnt af læknum Heilsuverndar. Þeir eru með fasta viðveru tvisvar sinnum í viku. Þjónusta annarra sérfræðilækna er veitt samkvæmt ákvörðun lækna heimilisins.

Iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun er í boði fyrir íbúa heimilisins þar sem lögð er áhersla á bæði einstaklingsmiðaða þjálfun og hópþjálfun. Ýmiss konar félagsstarf er einnig í boði eins og upplestur, tónlistar viðburðir, bingó og margt fleira.

Nánari upplýsingar má finna í handbók Seltjarnar.

Móakot / Nýjibær

Móakot og Nýjibær eru tvö tíu manna heimili og býr hver íbúi í einbýli með baði.

Deildarstjóri er Jóhanna Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur – johanna@sunnuhlid.is

Símanúmer deildar: 852 0139

Austurtún / Norðurtún

Austur- og Norðurtún eru tvö tíu manna heimili og býr hver íbúi í einbýli með baði.

Deildarstjóri er Þuríður Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur – thuridur@sunnuhlid.is

Símanúmer deildar: 852 0149