Skip to main content

Sumarið kom loksins á höfuðborgarsvæðið með sól og sumaryl. Íbúar hafa notið veðurblíðunnar bæði á Sunnuhlíð og Seltjörn. Starfsmenn nota tækifærið og færa daglega starfsemi eins mikið út og hægt er. Íbúar hafa sólað sig, stundað garðstörf, farið í gönguferðir og var taflið meira að segja dregið út.

Á Sunnuhlíð kom Bjarni Hall í heimsókn og spilaði og söng fyrir íbúa. Jafnframt er alltaf söngstund á mánudögum. Íbúar reyndu fyrir sér í körfubolta þar sem boltum er kastað í körfu sem stendur á gólfinu. Leikir sem þessir eru skemmtilegir og virkja bæði samhæfingu, skynkerfin og efla hreyfifærni.

Á Seltjörn hefur veðrið verið nýtt til útiveru, heimilið fékk lánað hjól og farið var í hjólaferðir með íbúa þar sem meðal annars sást til eldgossins. Íbúar njóta þess mjög að komast út í hjólaferðir, láta vindinn leika um sig og virða fyrir sér umhverfið.

Á Skjólgarði hefur ýmislegt verið brallað. Sjálfboðaliðar koma reglulega í heimsókn og lesa fyrir íbúa sem er alltaf vinsælt. Veður hefur verið gott og hefur það verið nýtt til gönguferða.

Hlutverk aðstandenda er mikilvægt, við hvetjum aðstandendur til að efla gæðastundir í heimsóknum sínum. Það er hægt að fara í gönguferðir, lesa, gera léttar æfingar, koma með gæludýr í heimsókn. Börn veita íbúum oft mikla ánægju. Einnig er hægt að nýta heimsóknir í dekurstundir s.s. handanudd, litun og plokkun, fótanudd o.fl.