Skip to main content

Skjólgarður er staðsett á Hornafirði og þar búa 27 íbúar ásamt því að vera með þrjú sjúkrarými. Það er líflegt starf á Skjólgarði líkt og á öðrum heimilum Vigdísarholts. Síðasta vetrardegi er ævinlega fagnað með dansleik þar sem Ekrubandið hefur spilað fyrir dansi, þeir mættu að sjálfsögðu í ár og spiluðu nokkur vel valin lög undir dansi og söng. Það var haldið sumarbingó þar sem Húsasmiðjan og Amor blómabúð og gjafavörur gáfu fallega vinninga. Reglulega fara félagsliðar með íbúa í göngutúra um nágrennið og svo er farið í hjólaferðir með íbúa á hjólinu okkar. Útiveran gleður hjartað og íbúar koma alsælir tilbaka úr slíkum ferðum og ekki skemmir að veðrið hefur leikið við okkur undanfarnar tvær vikur. Tónlistarskólinn kom í heimsókn og spiluðu nemendur á ýmis hljóðfæri. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í júní, í tilefni þess komu Grétar Örvarsson og harmonikkuleikarinn Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og fluttu nokkur lög frá tónleikunum „Sunnanvindur, eftirlætislög Örvars Kristjánssonar“. Við þökkum öllum þeim sem styðja við félagsstarfið á Skjólgarði og hjálpa til við að halda uppi líflegu starfi.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðum undanfarna tvo mánuði.