Skip to main content

Mikið er lagt upp úr því á hjúkrunarheimilum Vigdísarholts að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf fyrir íbúa og þá sem sækja dagdvöl. Á Seltjörn hefur verið vorstemmning í apríl og maí. Tónlistarskóli Seltjarnarnes kom í heimsókn og léku á hljóðfæri. Starfsmenn héldu bingó þar sem hægt var að krækja sér í flotta vinninga. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur las upp úr bókum sínum og spjallaði við íbúa. Ýmist klúbbastarf er jafnan í gangi sem dæmi var haldinn sólskinsklúbbur þar sem íbúar gæddu sér á kaffi og kökum í sólskinsskapi með hatta á höfði. Í iðjuþjálfuninni er boðið upp á handarvax fyrir þá sem þurfa á því að halda en vaxið hefur góð áhrif á liðverki í höndum og mýkir húðina. Selkórinn heimsótti Seltjörn og söng nokkur falleg íslensk lög. Að lokum má ekki gleyma kaffihúsinu, Café Sæból, sem var sett á laggirnar í tilefni þess að vorið er komið og grundirnar gróa. Þar gátu íbúar keypt sér veitingar og gert sér glaðan dag.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þeim viðburðum sem eru taldir upp hér að ofan.