Skip to main content

Skemmtanalífið á hjúkrunarheimilum er líflegt. Á Sunnuhlíð hefur maí mánuður verið ansi líflegur en fjölmargir viðburðir hafa verið haldnir. Fjölbreytt tónlistaratriði hafa verið og ýmsir gestir komið til að skemmta íbúum. Fastir liðir eru söngstundir , bíósýningar og messa en þessir viðburðir eru vel sóttir. Gestir þennan mánuð hafa verið Bjarni Hall tónlistamaður, gítarleikarinn Hugi lék listir sínar, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari héldu tónleika, Ari Jóns og dóttir hans Edda Ósk skemmtu íbúum með söng. Einnig kom Bragi Fannar og spilaði á harmonikku. Svo hefur unga fólkið komið í heimsókn en nemendur í Kársnesskóla heimsóttu Sunnuhlíð og nemendur í tónlistarskóla Kópavogs sömuleiðis síðan dönsuðu nemendur frá Pilate dansskólanum fyrir íbúa. Reglulega eru haldnar messur á Sunnuhlíð og jafnframt var haldin minningarstund látinna miðvikudaginn 9. Maí. Haldin var hátíðarguðþjónusta í Kópavogskirkju fimmtudaginn 18. maí þangað sem íbúum Sunnuhlíðar var boðið. Við viljum þakka öllum þeim frábæru tónlistarmönnum og öðrum gestum sem hafa hjálpað okkur að halda uppi fjölbreyttu skemmtanalífi á Sunnuhlíð.

Það er einnig afar ánægjulegt að segja frá því að mæðginin Gunnhildur og Magnús hafa ákveðið að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum og völdu Sunnuhlið sem sinn heimsóknarstað.

Auður stýrði söngnumMæðgingin Gunnhildur og Magnús, sjálfboðaliðar Rauða krossinsMinningarstund látinnaHátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju