Skip to main content

Kæru aðstandendur og þjónustuþegar

Vegna baráttudags kvenna og kvára fyrir jöfnum kjörum á vinnumarkaði

Þriðjudaginn 24. október 2023

  • Á okkar hjúkrunarheimilum, í Sunnuhlíð, Seltjörn og Skjólgarði, vinna fjölmargar konur og kvár í ómissandi störfum
  • Á okkar vinnustöðum er því miður ekki möguleiki að allar konur og kvár leggi niður störf þennan dag því þá er ekki er hægt að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga, starfsfólk okkar er #ómissandi
  • Stjórnendum finnst samt sem áður mjög mikilvægt að við stöndum saman í baráttunni fyrir jöfnum kjörum allra kynja og viljum því gera allt sem við getum til að losa konur og kvára eftir hádegi þennan dag svo þau geti tekið þátt í baráttudagskráinni.
  • Þann dag má því búast við mönnun og dagskrá innanhúss verði líkari þeirri sem hún er um helgar.
  • Við hvetjum því alla karlkyns aðstandendur: eiginmenn, syni, bræður, frændur og vini sem geta komið og liðsinnt sínum ástvini á okkar heimili til að koma í heimsókn.
  • Þau sem eru algjörlega ómissandi þennan dag munu fylgjast með dagskránni í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum með íbúum okkar og skjólstæðingum og vonandi karlkyns aðstandendum.
  • Þeir sem verða ekki í vinnu þennan dag eru hvattir til að taka virkan þátt í dagskránni og sýna baráttuhug fyrir samstarfskonur og -kvár sem eru föst í vinnu þennan dag