Skip to main content

Starfsfólk hjúkrunarheimila Vigdísarholts stóð vaktina í kvennaverkfallinu enda #ómissandi. Starfsfólk hefur samt lagt sig fram við að sýna baráttunni stuðning sinn með táknrænum hætti. Sýnt var frá baráttufundinum í sjónvörpum á heimilum og vakti það mikla athygli enda gríðarlegur fjöldi sem kom saman víða um land til að sýna málefninu stuðning. Við viljum þakka starfsfólki fyrir mikinn skilning og jákvæðni á þessum mikilvæga degi!