Skip to main content

Margir íbúar hjúkrunarheimila hafa gaman af dýrum. Við tökum fagnandi á móti heimsóknum dýra. Það hafa komið kiðlingar, lömb til okkar. Svo kemur fólk reglulega með gæludýr í heimsókn og er algengast að fá hunda í heimsókn. Það gleður marga að fá að klappa dýrunum og hvetjum við ykkur gjarnan til að koma með dýrin ykkar til okkar á hjúkrunarheimili Vigdísarholts.