Skip to main content

Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn.

Sumardagurinn fyrsti tók á móti okkur landsmönnum öllum með sól og sumaryl. Við berum þá von í brjósti að sumarið verði hlýtt og gott eftir kaldasta veturinn frá því á síðustu öld. Deginum var fagnað með ýmsum hætti. Á Sunnuhlíð skáluðu íbúar fyrir sumrinu með sherrý og sungu með Rótarý klúbbnum Borgum og hlýtt á söng Karlakórs Kópavogs. Á Seltjörn var sumrinu fagnað með tónlistarflutningi með þeim Benna og Birni. Einnig var ljósmyndasýning þar sem Leifur sýndi íbúum skemmtilegar myndir frá 6. áratuginum. Á Skjólgarði var hjólið okkar viðrað eftir langan vetur, Ekrubandið stóð fyrir balli á síðasta vetrardag og á sumardaginn fyrsta sungu þau Marína Ósk og Ragnar Ólafsson nokkur gömul og góð íslensk lög. Við þökkum tónlistarfólki fyrir frábæra skemmtun á heimilunum okkar.