Skip to main content

Nú er komið sumar samkvæmt íslenska dagatalinu en á sumrin breytist starfsemi hjúkrunarheimilanna í takt við hlýrra veðurfar og breytta samsetningu starfsfólks. Nú er sumarstarfsfólk að hefja störf á heimilum okkar og er uppistaðan ungt fólk sem er annað hvort í framhalds- eða háskóla. Það tekur tíma fyrir nýtt starfsfólk að ná tökum á starfi sínu og er því mikilvægt að aðstandendur og íbúar sýni því skilning. Oft breytist tíðarandinn á heimilunum, unga fólkið kemur með nýja strauma og stefnur inn í starfsemina og það er um að gera að leyfa þeim að brydda upp á nýjungum. Það er reynt að nýta þær stundir sem veðrið er gott, fara út að ganga með íbúa eða hjóla þar sem það er möguleiki, fara í ýmsa leiki og njóta sólarinnar þegar hún sýnir sig.

Núna næstu helgi er sjómannadagshelgi og að þessu sinni er einnig kjördagur. Margir heimilismenn hafa nú þegar nýtt kosningaréttinn og kosið utanfjörfundar og myndast í kringum það heilmikil stemmning.

Við óskum öllum sjómönnum landsins og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn á sunnudaginn.

Látum fylgja myndir úr starfseminni undanfarnar vikur.