Skip to main content

Í miðjum Covid fári tókst okkur þó að gera okkur glaðan dag á Skjólgarði og halda Þorrablót.

Það var ekkert sparað til. Allir mættu prúðbúnir og dömurnar með nýjar lagningar í tilefni dagsins. Íbúarnir nutu þess að borða hinar dásemdar þorraveigar og góðan drykk með.  Það var sungið og dansað í kjölfarið. Gleðin ríkti um allt og alla þennan dag og von vaknaði um bjartari og frjálsari daga að nýju.