Skip to main content

Ræsting og þvottur

Ræsting

Markmið með ræstingu er:

  • að halda stofnuninni hreinni með vellíðan íbúa og starfsfólks í huga og að sjá um öll rými séu þrifin þannig að hreinlætis- og hollustukröfum sé fullnægt.
  • Að innanstokksmunum sé viðhaldið þeir þrifnir
  • Að starfsmenn ræstingar Skjólgarðs vinni við bestu aðstæður á hverjum tíma
  • Veita bestu þjónustu á hverjum tíma.
  • Þvottur

    Allur þvottur heimilisfólks er þveginn af starfsmönnum Skjólgarðs. Æskilegt er að þvottur heimilisfólks þoli vélarþvott. Viðkvæmur þvottur er þveginn á heimilinu í hefðbundnum heimilisþvottavélum nema þurfi að senda í hreinsun. Það er á ábyrgð íbúans og aðstandenda hans.