Hafin er innleiðing á heilsutæknilausnum frá Alvican á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Allar lausnir frá Alvican eru þráðlausar og þarf því enga uppsetningu, aðeins kennslu á búnaðinn og hugbúnaðinn sem er á íslensku. Lausnin hefur verið í notkun á hjúkrunarheimilunum Seltjörn og Skjólgarði í bland við þau kerfi sem fyrir og er reynslan af því mjög góð.
Fyrst var byrjað á innleiðingu á nýju 4G bjöllukerfi sem virkar bæði innan og utandyra og þarf enga stjórnstöð þar sem það er talrás í báðar áttir í hnappnum og þess vegna er bæði hægt að hringja úr hnappnum og hringja í hnappinn. Einnig er GPS tæki í hnappnum og því er hægt að staðsetja hnappinn utandyra og koma notandanum til aðstoðar þar sem hann er staddur og hentar því mjög vel fyrir þá íbúa sem eru á ferðinni og fara reglulega í göngutúra. Möguleiki er á að bæta við innanhússtaðsetningu með Bluetooth tækni ef hjúkrunarheimilið er stórt og opnar deildir.
Þráðlausu öryggishnapparnir virka vel þegar breytingar ganga yfir og hægt að flytja til hnappa, fjölga eða fækka eftir þörf hverju sinni.
Hnöppunum fylgir íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni, fá stöðu á hnöppunum og tölfræði skýrslur um notkun.
Síðan var ráðist í þráðlausa rápskynjara sem senda skilaboð ef íbúi í byltuhættu þarf aðstoð og þar er boðið upp á fullkominn sveigjanleika og hægt að fjölga og fækka eftir þörfum ásamt því að að hægt er að stilla hvern rápskynjara eftir svefnvenjum og þörfum íbúa.
Þá voru teknir í notkun þráðlausir hitaskynjarar í lyfjaskápa og herbergi sem sendir skilaboð ef frávik verða í vöktun, en einnig er hægt að sjá hitastigið aftur í tímann til að tryggja að lyfin hafi verið geymd í réttu hitastigi hjá hjúkrunarheimilinu.