Skip to main content

Framkvæmdir standa nú yfir á Sunnuhlíð en heimilið fékk úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir tveimur verkefnum. Hið fyrra snýr að utanhús viðgerðum á norður og austur hliðum hússins. Húsið verður háþrýstiþvegið að utan og í kjölfarið múrað og málað. Einnig verður skipt um alla glugga í húsinu. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar og fara vel af stað.

Seinna verkefnið snýr að breytingum á aðalinngangi Sunnuhlíðar og í matsalnum. Jafnframt er fyrirhugað að setja upp sólskála út í garðinn. Breytingarnar eru kærkomnar og munu bæta aðgengi innanhúss til muna.

Vakin er athygli á að nokkur röskun mun verða á starfsmeinni á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Íbúar, aðstandendur og starfsfólk eru beðnir um að sýna því skilning. Framkvæmdirnar munu skila okkur betri aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk.