Nokkrar breytingar verða á stjórnendastöðum hjá Vigdísarholti á næstu vikum. Jóhanna S. Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Skjólgarði í lok vikunnar og mun Svanlaug Guðnadóttir taka við en hún er þá framkvæmdastjóri hjúkrunar yfir öllum heimilum Vigdísarholts. Hugrún Valdimarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin sem hjúkrunarstjóri á Skjólgarði og mun Matthildur Ásmundardóttir starfa sem verkefnastjóri sem stuðningur við Hugrúnu og einnig þvert á heimilin. Jóhanna S. Sveinsdóttir mun taka við starfi gæða- og mannauðsstjóra hjá Vigdísarholti frá miðjum ágúst mánuði. Við þökkum Jóhönnu fyrir hennar störf á Skjólgarði og hlökkum til að starfa með henni á nýjum vettvangi hjá Vigdísarholti.
Hugrún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Skjólgarði í nokkur ár og færist því til í starfi. Matthildur er öllum hnútum kunnug á Skjólgarði en hún starfaði þar sem sjúkraþjálfari í tæp 10 ár og sem framkvæmdastjóri á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands frá árunum 2012- 2018. Við bjóðum þær velkomnar til starfa.
Kristín Sigurþórsdóttir sem hefur gengt starfi mannauðsstjóra mun taka við starfi sem aðstoðar framkvæmdastjóri og sinna ýmsum sérverkefnum.