Hefð er fyrir því að halda þorrablót á heimilum Vigdísarholts. Hvert heimili hefur sínar hefðir en mikilvægast er að sjálfsögðu að borða þorramatinn sem íbúar gerðu góð skil. Að sjálfsögðu var boðið upp á hákarl og brennivín en einnig sérrí og púrtvín. Fagnað var með balli og skemmtilegri tónlist en heimilin eru heppin að hafa aðgang að góðum listamönnum sem eru tilbúnir að koma og skemmta íbúunum. Við erum þakklát fyrir þann velvilja sem okkur er sýndur, það er mikil tilbreyting fyrir íbúana og starfsfólk að fagna saman á stundum sem þessum.