Skip to main content

Endurhæfingarými Sunnuhlíðar

Sunnuhlíð býður upp á endurhæfingarinnlagnir í 6 vikur. Endurhæfingarýmin eru fjögur talsins og eru tvíbýli. Þessi rými eru hluti af litlu heimili eða fjögur endurhæfingarými og þrjú einstaklings hjúkrunarrými. Eru þau staðsett á neðri hæð Álfhóls eða í austurenda hússins. Þessi eining er með sér borð- og setustofu.

Sótt er um í endurhæfingarrými í gegnum Færni- og heilsumatsnefnd og er umsóknareyðublað að finna hér. Ekki er hægt að senda umsóknina rafrænt heldur verður að prenta hana út og senda til viðkomandi færni- og heilsumatsnefndar. Umsóknin er send til;

Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins
Færni- og heilsumatsnefnd
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Þönglabakka 1, 2. hæð, 109 Reykjavík
Sími: 513 5000 (alla virka daga, kl. 11-12)

Markmið endurhæfingarinnar er að auka getu fólks til sjálfstæðrar búsetu. Það er gert með markvissum styrkjandi, úthaldsaukandi og jafnvægismiðuðum æfingum sem fara aðallega fram í einstaklingstímum hjá sjúkraþjálfara en einnig í hópleikfimitímum ýmist hjá sjúkraþjálfurum eða öðrum starfsmönnum sjúkraþjálfunar. Í upphafi innlagnar og við útskrift eru gerð próf af sjúkraþjálfara sem meta meðal annars göngufærni, vöðvastyrk og jafnvægi. Þjálfun á vegum sjúkraþjálfunar fer fram alla virka daga vikunnar. Iðjuþjálfi metur hæfni  til daglegra athafna og gerir minnispróf. Læknir kemur í hús þrjá daga í viku þar sem farið er yfir heilsufar, lyf og annað því tengt. Hjúkrunarfræðingar ásamt iðjuþjálfa meta þörf fyrir þjónustu að útskrift lokinni s.s. heimahjúkrun, heimilisaðstoð, heimsendan mat o.s.frv. Einnig er metin þörf fyrir hjálpartæki og sótt um þau. Margs konar félagsstarf er í boði í Sunnuhlíð sem öllum í endurhæfingu er velkomið að taka þátt í.

Deildarstjóri endurhæfingarýmanna er Lilja Kristjánsdóttir – s. 560 8183 /  lilja@sunnuhlid.is

Deildarnúmerið er s. 560 4181.

Símanúmer vakstjóri deildarinnar er s. 894 4123.