Dagdvöl Sunnuhlíðar hefur verið starfrækjandi síðan 17. nóvember 1989 og er rekið af Vigdísarholti ehf.
Heimild er fyrir 30 dagdvalarrýmum og rekið á daggjöldum samkvæmt samningi Vigdísarholts ehf. við Sjúkratryggingar Íslands.
Markmið dagdvalarinnar er að veita félagslega þjónustu sem miðar að því að draga úr eða varast félagslega einangrun og styðja við aðstandendur þjónustuþega. Starfskraftar og húsnæði miða við ákveðna færni einstaklinga, m.a. að viðkomandi þurfi ekki á hjúkrun að halda. Mælst er til þess að gestir dagdvalarinnar séu minnst tvisvar í viku og gjarnan alla daga vikunnar því þannig fæst mesta þjálfun og forvörn út úr dvölinni. Dagdvölin er í miklu samstarfi við sjúkraþjálfunina og er hægt að komast þar að með beiðni frá lækni.
Kostnaður við dagdvölina er kr. 1.434 á dag. Það sem er innifalið í gjaldinu er;
- Morgunverður, hádegisverður og síðdegiskaffi
- Tómstundaiðja
- Stólaleikfimi
- Hvíldaraðstaða
- Akstur til og frá dagdvölinni
Í húsinu er boðið upp á fótsnyrtingu, klippingu og hárgreiðslu gegn sérstakri greiðslu.
Beiðni um dagvist
Forstöðumaður dagdvalar Sunnuhlíðar er Elísa Finnsdóttir sem veitir frekari upplýsingar og sér um móttöku umsókna og úrvinnslu þeirra. Umsókninni skal fylgja lækna- og eða hjúkrunarbréf frá sem dæmi starfsmönnum heilsugæslu viðkomandi umsækjanda, heimahjúkrun og álíka.
Smelltu hér til að nálgast umsóknareyðublað dagdvalarinnar. Útfyllt og undirritað eintak má senda í tölvupósti á netfang dagdvalarinnar, senda í bréfpósti eða afhenda á staðnum.
Sími: 891-6955
Netfang: dagdeild@sunnuhlid.is
Heimilisfang: Dagdvöl Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1c, 200 Kópavogi