Stjórn Vigdísarholts óskaði eftir því að láta hanna sameiginlegt merki fyrir alla sína starfsemi. Var Björn Hermann Jónsson fenginn til verksins. Merkið var frumsýnt 1. júní síðast liðinn.
Björn lýsir hönnun merkisins á eftirfarandi hátt;
Merkið sýnir tvö handarform. Hendurnar tákna stuðning og saman veita þær kærleik og umhyggju. Neðra formið myndar stafinn V, upphafsstaf Vigdísarholts.
Erum við hjá Vigdísarholti afar ánægð með útkomuna og kynnum það hér með stolti og þakklæti til Björns.