Skip to main content

Í sumar hefur starfsemin á Sunnuhlíð gengið vel. Reynt er að brydda upp á nýjungum yfir sumartímann, nýta góða veðrið þegar það gefst og fara út, nýta hjólið og fara út að hjóla með íbúana, sinna garðstörfum og ýmislegt. Reynt er að halda í föstu punktana í starfinu eins og söngstund, messur, hundaheimsóknir, bingó og fleira en þegar sumarleyfin standa sem hæst tekst það ekki alltaf. Sumarið hefur verið líflegt og skemmtilegt, íbúar hafa nýtt sólardagana sem hafa verið og starfið hefur gengið vel. Hér má sjá nokkrar myndir frá starfinu í sumar.