Desember mánuður getur verið íbúum hjúkrunarheimilum bæði erfiður en jafnframt hátíðlegur og skemmtilegur. Starfsfólk leggur upp úr því að halda upp á aðventuna á rólegan og yfirvegaðan hátt. Mismunandi hefðir eru á hverju hjúkrunarheimili eins og er á flestum heimilum landsins. Íbúar fá að hlýða á ýmsa tónlistarmenn og upplestur rithöfunda og annarra sjálfboðaliða. Það eru bakaðar smákökur og föndraðar jólagjafir eða jólaskraut, unnið er að jólaskreytingum og jólaljósin skoðuð. Starfsfólk leggur sig fram við að taka þátt í jólahreingerningu, taka til í skápum og í samráði við ættingja er séð til þess að jólafötin séu pressuð og tilbúin fyrir jólahátíðina. Einnig eru fastir viðburðir eins og bingó, boccia og heimsókn leikskólabarna í desember.
Við viljum þakka öllum þeim sem koma til okkar að skemmta okkur kærlega fyrir þeirra framlag í að gera aðventuna eftirminnilega.