Kvennahlaup á Sunnuhlíð
Haldið var kvennahlaup á Sunnuhlíð í tilefni af kvenréttindadeginum þann 19. júní. Dagurinn er baráttudagur íslenskra kvenna sem minnast þess þegar Kristján X, konungur skrifaði undir lög árið 1915 sem veitti konum yfir 40 ára aldir kosningarétt. Starfsfólk, íbúar og aðstandendur aðstoðuðu við framkvæmd hlaupsins, farinn var hringur í kringum Sunnuhlíð. Við lok hlaupsins var tekið á móti þátttakendum með góðum glaðning ásamt því að Bjarni Hall tónlistarmaður gladdi íbúa með gítarspili og söng. Mikið fjör.
Sumarhátíð var haldin í Sunnuhlíð og á Seltjörn þann 21. júní.
Grillvagninn mætti á báða staðina og grillaði dýrindismat fyrir íbúa og starfsfólk. Það var grillað lambakjöt og kalkúnn með öllu tilheyrandi og allir fengu ís í kaupbæti. Veðrið var fallegt, sólin skein og maturinn enn betri. Sáttir íbúar sem lögðust til hvílu um kvöldið.
Humarhátíð á Höfn
Humarhátíðin hófst formlega í gær, fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá er í boði í bænum fyrir alla aldurshópa. Á Skjólgarði verður fiskisúpa á boðstólnum á föstudagskvöld ásamt snakki og prins póló. Búið er að skreyta deildina í humarlitunum. Veðrið mun líklega ekki leika við okkur á hátíðinni en eftir þurran júní er riginingin svo sem kærkomin!