Skip to main content

Nýr deildarstjóri Álfhól

Jóhanna S. Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur er nýr deildarstjóri á Álfhól, Sunnuhlíð. Hún hefur starfað við öldrunarþjónustu um langt skeið. Starfaði sem deildarstjóri á Skjólgarði, Hornafirði í nokkur ár og hefur síðustu ár starfað við öldrunarþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hún er því flestu kunnug er kemur að hjúkrunarþjónustu við aldraða. Jóhanna er með netfangið johannak@sunnuhlid.is. Við bjóðum Jóhönnu velkomna til starfa.

Kvennahlaup á Sunnuhlíð og heilsuefling

Kvennahlaup verður haldið næstkomandi mánudag á Sunnuhlíð í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní. Lagt verður af stað frá matsalnum á Lundi og endað í sameiginlegum garði ef veður leyfir. Þar verður boðið upp á léttar veitingar og Bjarni Hall mun spila fyrir þátttakendur. Hlaupið er fyrir íbúa, aðstandendur og starfsmenn.

Sjúkraþjálfarar á Sunnuhlíð buðu starfsfólki upp á kennslu í tækjasalnum á Sunnuhlíð á dögunum. Margir starfsmenn fengu kennslu og munu nýta þetta frábæra tæki til heilsueflingar.

Gróðursett á Seltjörn

Íbúar og starfsmenn hafa græna fingur á Seltjörn. Þar var hugað að blómum og gróðursett úti í gróðurkassana. Það verður spennandi að fylgjast með vextinum í sumar, vonandi verður veður hagstætt.

Hjólað óháð aldri

Veðurblíða hefur verið á Hornafirði og hefur hjólið okkar á Skjólgarði verið nýtt nánast daglega þessa vikuna íbúum til mikillar ánægju. Það eru starfsmenn sem hafa hjólað með íbúa en gaman væri að fá sjálfboðaliða til að koma og hjóla, hjólastjórar eru Sandra Sigmundsdóttir og Matthildur Ásmundardóttir, endilega hafið samband ef áhugi er fyrir hjólaferðum með íbúa og aðra sem vilja nýta sér hjólið. Á Sunnuhlíð hefur Svanur Þorsteinsson hjólað með íbúa og geta aðstandendur haft samband við Þórdísi Guðnadóttur ef óskað er eftir því að hjóla með íbúa Sunnuhliðar.

Haldin var grillveisla á Skjólgarði í tilefni veðurblíðunnar fyrir íbúa og starfsmenn. Boðið var upp á grillaðan kjúkling, lambakjöt, grísalundir og hrossakjöt sem rann ljúflega niður.

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun laugardag, við óskum öllum til hamingju með daginn og vonum að hann verði ánægjulegur.