Skip to main content

Nýverði  festi Vigdísarholt kaup á lítilli rútu fyrir dagdvöl Sunnuhlíðar. Um er að ræða 14 sæta hópferðabíl sem er að fullu rafknúinn og er það í samræmi við sjálfbærni markmið Vigdísarholts. Rútan sem er öll hin vandaðast er af gerðinni Ford Transit, framleidd í Tyrklandi, en henni var breytt að hluta til í Danmörku og síðan endanlega kláruð á Íslandi. Breytingarnar miðuðu að því að rútan henti vel til fólksflutninga og sá Bílaklæðningu í Kópavogi um að ljúka við breytingarnar. Rútan leysir af áratuga þjónustu hópferðabíla Teits Jónassonar en þeir hafa ekið þjónustuþegum dagdvalar fram til þessa.

Vigdísarholt þakkar starfsfólki Teits Jónassonar fyrir afar gott samstarf á undanförnum árum.