Fimmtudaginn 8. janúar var skrifað undir samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar, Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Vigdísarholts um byggingu og rekstur nýs 108 rýma hjúkrunarheimilis í Vatnshlíð við Ásvallarbraut í Hafnarfirði. Á sama tíma undirritaði Hafnarfjarðarbær og Vigdísarholt viljayfirlýsingu um úthlutun lóðar fyrir heimilið í Vatnshlíð, Hafnafirði. Lóðin er á svæði sem liggur vestan við Kaldárselsveg og norðan við Hvaleyrarvatn þar sem Hafnarfjörður hefur skipulagt nýtt byggingarsvæði. Hönnun heimilisins hefst strax á þessu ári og áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2027 og að verklok verði árið 2029 eða 2030.
Stjórnendur Vigdísarholts eru mjög spenntir fyrir þessu verkefni enda verður engu til sparað til þess að gera heimilið bæði hagkvæmt og glæsilegt þar sem velferð, virðing og einstaklingsmiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi. Heimilið verður hannað eftir nýjustu viðmiðum sem henta íbúum heimilsins. Samhliða byggingu hjúkrunarheimilis eru uppi hugmyndir um uppbyggingu öflugs lífsgæðakjarna sem þar sem byggðar eru upp íbúðir fyrir eldri íbúa þar sem aðgengi er að fjölbreyttri þjónustu. Markmiðið er þannig að tryggja áhugavert og aðlaðandi umhverfi, samveru og öryggi fyrir þennan aldurshóp.


