Skip to main content

Þjónustukjarninn

Í tengslum við byggingu íbúðarhússins að Kópavogsbraut 1A var byggður þjónustukjarni vestan við hjúkrunarheimilið og var hann formlega opnaður
við hátíðlega athöfn 17. nóvember 1989. Jafnframt hófst þá rekstur dagdvalar fyrir aldraða í vesturenda neðri hæðar hjúkrunarheimilisins.

Í þjónustukjarnanum er stór matsalur, sem þjónar bæði íbúum þjónustuíbúðanna og öðrum eldri Kópavogsbúum ásamt þeim sem í dagdvöl dvelja.

Hægt er að kaupa stakan matarmiða eða 10 stk. kort. Posi er á staðnum en ekki er tekið við peningum. Miðinn kostar kr. 1.000 og 10 stk. matarkortið kr. 10.000. Ekki þarf að skrá sig í mat fyrirfram.

Eftirfarandi þjónusta er í þjónustukjarnanum;

  • Hársnyrtistofa Sunnuhlíðar sem er opin öllum alla virka daga frá 08:00-16:00. Tímapantanir í síma 891-6720
  • Fótaaðgerðastofa Esterar sem er opin öllum, mánu-, þriðju- og miðvikudaga frá 10:00-16:00. Tímapantanir í síma 560-4171
  • Sunnuhlíðarsamtökin eru með skrifstofur á efri hæð kjarnans og þar eru;
    • Húsvörður íbúðanna, s. 560-4201 og netfang ibudir1@sunnuhlid.is
    • Þjónustufulltrúi íbúðanna, s. 560-4201 og netfang ibudir@sunnuhlid.is
  • Skrifstofa Vigdísarholts ehf. á efri hæð og þar eru;
    • Framkvæmdastjóri
    • Aðstoðar framkvæmdastjóri
    • Framkvæmdastjóri hjúkrunar
    • Gæða- og mannauðstjóri
    • Verkefnastjóri