Markmið iðjuþjálfunar í Sunnuhlíð er að efla lífsgæði, virkni og þátttöku íbúanna ásamt því að koma í veg fyrir einmanaleika, vanmáttarkennd og einangrun.
Mikilvægt er að gefa íbúum tækifæri til þátttöku á sínum forsendum. Fjölbreytt afþreying er í boði. Alla virka morgna er samvera milli klukkan 10-12 inn á heimilum. Mánudaga er söngstund og fimmtudaga er messa.
Sunnuhlíð vinnur með Namaste Care hugmyndafræðina. Sem liður í því veitir iðjuþjálfun Namaste meðferð inni á heimilum Sunnuhlíðar. Hugmyndafræði Namaste felur í sér að bæta lífsgæði einstaklinga með því að veita þeim persónumiðaða vellíðunarmeðferð þar sem unnið er með skynfæri einstaklinga og þeir örvaðir á ákveðinn hátt sem skilar sér í betri líðan, meiri ró og minni þörf á lyfjum.
Iðjuþjálfun stýrir félagsstarfi Sunnuhlíðar sem felst meðal annars í að halda bingó, boccia, tónlistarviðburði, böll, danssýningar. Á sumarin er unnið með jarðaberja og grænmetisræktun. Þá er líka boðið upp á hestaheimsókn fyrir heimilismenn þar sem allir geta notið samveru með þeim.
Iðjuþjálfar vinna einnig að forvörnum, útvega hjálpartæki og veita fræðslu til heimilismanna, aðstandenda og starfsfólks.
Yfiriðjuþjálfi er Þórdís Guðnadóttir
s. 822 1442
Netfang: disa@sunnuhlid.is