Gott er að undirbúa vel flutning á hjúkrunarheimili því það eru mikil viðbrigði fyrir íbúann. Við það breytist ýmislegt bæði hvað varðar almennt heimilishald og einnig fjármál einstaklinga. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa unnið handbók sem var unnin innan Fagráðs hjúkrunarstjórnenda SFV og er hugsuð til að auðvelda nýjum íbúum og ættingjum þeirra að átta sig á hvað sé innifalið í dvalargjaldi sem greitt er fyrir dvölina frá Sjúkratryggingum Íslands og með lögbundinni greiðsluþátttöku íbúa. Hér er tengill á Handbók Sunnuhlíðar en ættingjar eru beðnir um að kynna sér efni hennar vel þegar íbúi flyst inn á Sunnuhlíð. Það getur einnig verið gott að renna yfir bæklingin Tæknileiðbeiningar fyrir Sunnuhlíð áður en flutt er inn.
Sameiginleg setustofa og borðstofa er nýtt sem aðstaða til þjálfunar, afþreyingar og samveru. Einnig er salurinn nýttur fyrir helgihald, hópastarf tengdu félagsstarfi og uppákomur af ýmsu tagi, eins og dansleiki, tónlistarflutning og ýmiskonar fundahöld