Skip to main content

Þann 21. ágúst var haldin sumarhátíð á Seltjörn í tilefni af 5 ára afmæli Seltjarnar. Sólin lét ekki sjá sig að þessu sinni en gestir voru með sól í hjarta. Bakaðar voru um 250 pönnukökur og húsið skreytt með blöðrum. Helgi píanóleikari kom og spilaði undir skemmtilegan samsöng. Ákveðið var að efna til nafnasamkeppni á nýja hjólið og fékk það nafnið Selvagninn Sleipnir og voru það þær Guðríður og Ýr sem komu með þær hugmyndir. Sesselja Traustadóttir kom einnig og hjólaði með gesti um húsið því veðrið bauð ekki upp á útihjól, að því lauknu söng hún með gestum.

Við viljum nota tækifærið og þakka þeim sem styrktu kaupin á Selvagninum Sleipni kærlega fyrir þeirra framlag. Hjólið hefur nú þegar sannað gildi sitt og hafa verið hjólaðar margar ferðir með fólkið okkar.

Takk fyrir!