Iðjuþjálfun Skjólgarðs hefur það að markmiði, að veita heimilismönnum tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir þá og veitir þeim lífsfyllingu. Leiðin að því er ýmist einstaklings- og eða hópþjálfun þar sem iðja er höfð í forgrunni.
Iðjuþjálfi Skjólgarðs er fjariðjuþjálfun sem er leidd af Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur iðjuþjálfa. Aðstoðarmenn iðjuþjálfa framkvæma þjálfunina dagsdaglega en iðjuþjálfinn kemur á staðinn nokkrum sinnum á ári til að aðlaga og uppfæra einstaklingsáætlanir og hópstarf.