Skjólgarður hefur leyfi fyrir 27 hjúkrunarrýmum sem eru næstum öll í tvíbýli.
Skjólgarður rekur 3 sjúkrarými í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Leyfi er fyrir einu hvíldar- og endurhæfingarrými á samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Á Skjólgarði er einn félagsliði starfandi sem sér um félagsstarfið og viðburði heimilisins.
Markmiðið er að viðhalda og bæta líkamlega, félagslega og vitsmunalega getur íbúa með markvissri íhlutun.
Á Skjólgarði starfar einn sjúkraþjálfari og aðstoðarmaður hans sem sinna einstaklingsbundinni þjálfun.
Eldað er fyrir íbúa heimilisins, grunnskóla Hornafjarðar, dagdvalir eldri borgara og fatlaðra ásamt að elda fyrir heimsendan mat.
Hér má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem nýtast vel í undirbúningi fyrir innlögn.