Skip to main content

Blásturhljómsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands bauð íbúum Skjólgarðs á Hornafirði upp á létta og skemmtilega vortónleika 30. apríl síðastliðinn. Sinfóníuhljómsveitin var á tónleikaferð um Suðurland og bauð samhliða upp á þessa tónleika. Frábær skemmtun og íbúar nutu tónlistarinnar til fullnustu. Íbúar þekktu lögin sem spiluð voru og má segja að þetta hafi verið frábær vorboði.

Takk fyrir Sinfó, fyrir þetta frábæra framtak!