Skip to main content

Í tilefni að 5 ára afmæli Seltjarnar var tekin sú ákvörðun að safna fyrir hjóli fyrir heimilismenn og gesti dagdeildar. Farið var af stað með söfnunina 20. mars og gekk hún vonum framar. Það flýtti vel fyrir kaupum á hjólinu að Lions félagið á Seltjarnarnesi styrkti söfnunina með veglegum hætti ásamt því að önnur félög styrktu sem og íbúar heimilisins, aðstandendur íbúa og gestir dagdvalar. Við erum djúpt snortin og full af þakklæti til allra sem lögðu mark sitt á söfnunina.

Hjólið kom til Seltjarnar 14. júní og var það tekið í notkun 24. júní með fræðslu og hjólaæfingum. Síðan þá hefur hjólið verið notað við hvert tækifæri. Til að koma okkur, íbúum og gestum á bragðið hefur Sesselja Traustadóttir, framkvæmdarstýra hjá hjólafærni á Íslandi komið til okkar reglulega þar sem hún hefur hjólað með íbúa og hvatt okkur áfram. Starfsfólk hefur ekki alltaf tækifæri til að hjóla með íbúa og því er mikilvægt að fá sjálfboðaliða til liðs við okkur sem geta hjólað með íbúa þegar vel viðrar.

Hjólið hefur fengið nafnið Selvagninn Sleipnir en það voru hugmynd frá Guðríði heimilismanni og henni Ýr á dagdeildinni!