Á Sunnuhlíð er boðið upp á fjölbreytta dagskrá yfir sumartímann. Fjölmargir skemmtikraftar koma til að gleðja íbúa, það eru söngstundir, sýndar myndir og ýmislegt fleira. Á góðviðrisdögum hefur verið hægt að færa viðburðina út líkt og sést á myndunum hér fyrir neðan.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur boðið íbúum hjúkrunarheimila og dagdvölum upp á fría tónleika reglulega. Stór hópur fór frá Sunnuhlíð fyrir stuttu þar sem þau nutu tónleikanna. Frábært að fá að boð á slíka tónleika. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðum sumarsins.