Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Björn Skúlason eiginmaður hennar komu í sína fyrstu opinberu heimsókn til Hornafjarðar dagana 12.-13. mars. Dagskrá þeirra var þétt og heimsóttu þau marga staða. Þau gáfu sér tíma til að skoða framkvæmdir á nýju hjúkrunarheimili við Skjólgarð og leist þeim afar vel á bygginguna. Í kjölfarið heimsóttu þau íbúa Skjólgarðs og gáfur sér góðan tíma til að spjalla við þau. Við þökkum forsetahjónunum fyrir afar skemmtilega heimsókn.